Færsluflokkur: Matur og drykkur
28.5.2008 | 23:28
jeeeee
Jæja, nú erum við á enda komnar með verkefnið. Í gær kláruðum við að klippa myndina og gerðum trailer úr henni sem verður svo sýndur á morgun fyrir 8. og 9. bekk. Við vorum að gerð myndarinnar til kl. rúmlega 7 í gær og gáfum okkur því frí í dag og skilum svo verkefninu á morgun
-the coolteam
27.5.2008 | 16:53
myndin til :D
Í dag létum við lokahönd á verkefnið og eigum sáralítið eftir af verkefninu. Við erum allar búnar að vinna hörðum höndum í allan dag og búnar að klára næstum allt, við erum allar verulega ánægðar með árangurinn og hlökkum vel til að sýna þetta á fimmtudaginn, en á morgun þurfum við að stytta myndina veruega fyrir sýningartíman sem er 3 mínutur . En annars verður væntanlegt að sjá myndbandið á netinu.
sjáumst
dísa&sara&kolla&hrabba :D
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2008 | 11:26
omg
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2008 | 16:01
kjeppzar
Halló.
Í dag mættum við til Hröbbu og tókum smá upp sem við þurfum svo að klára á morgun eða hinn, röltum okkur upp í skóla og reyndum að ná tali við Guðnýu tölvukennara en það gekk illa svo ekki var afrekað mikið þennan daginn en við reynum að standa okkur betur á morgun :)
kv. Hrabba og hinar tönuðu gjellurnar
20.5.2008 | 21:44
bloggíblogg
hæhæ
í dag byrjuðum við á því að fara uppí skólan og tjékka micinum því þeir virtust ekki vera að virka. Svo við ákvöðum að sleppa micnum. Eftir það brunuðum við niðrí hagkaup og bónus að versla allan matin í gerðina, sem gékk príðilega nema við fundum sumt ekki. Þegar við vorum búnar í verslunum skelltum við okkur í strætó og löbbuðum svo á þrjá frakka, þar var tekið vel á móti okkur og við settum allt upp. Þegar allt var komið í góðan gír fórum dísa og hrabba að taka upp söru og kolfinnu í ærlegri keppni á móti hvor annari. Við buðum Hrönn í eldhúsinu, Kristján Inga og Óðin Pétri , Ásdísi í dómarastöðu og þau biðu róleg eftir matnum en því miður kom ekki Ásdís, við reyndum að ná í hana en það tókst ekki. Eftir skemmtilega og erfiðan tíma í heitu eldhúsi var niðurstaðan sú að sara vann keppnina. en meira verður ekki sagt í dag.
blessbless
dísa,hrabba,kolla og sara :D
16.5.2008 | 13:09
tönuð uppskrift
Sælir veriði massakjeppzar
Í dag höfum við mikið afrekað, vér höfum skrifað upp uppskriftirnar sem fóru forgörðum í gær vegna tæknilegra erfiðleika. Förum svo á eftir að snakka við Ásdísi um ýmis málefni.
Nautafille með kryddsmjöri og kartöflumús
400gr nautafille1 ½ msk ólífuolía2 stk hvítlauksgeirar2 greinar timjan1 ½ stylkur rósmarín2 msk smjör1 ½ msk maldon salt1 msk svört piparkorn Afhýðið hvítlauk og saxið. Hitið pönnu með olíu og steikið kjötið. Bætið timjani, rósmaríni og hvítlauk á pönnuna. Snúið steikinni við og bætið smjöri á pönnuna. Setjið smjörið yfir steikina með skeið og látið freyða yfir kjötið. Kryddið kjötið með salti og pipari, setjið inn í ofn og eldið við 100°C þar til kjarnhiti nær 50°C Brúnað kryddsmjör200 gr smjör ½ chilli¼ búnt steinselja1 msk ferskt engifer2 stk hvítlauksgeirar1 msk sojasósa1 msk sjerríedikSjávarsalt og pipar úr kvörn Bræðið smjörið í potti við meðalhita. Hrærið í með písk þegar smjörið fer að freyða, takið af hellunni. Smjörið á að gefa frá sé hnetukeim og vera ljósbrúnt að lit. Afhýðið hvítlauk og engifer. Fræhreynsið chilli og skerið fínt ásamt graslauk, steinselju, engifer og hvítlauk. Blandið þessu saman við smjörið og bragðbætið með sojasósu, sjerríediki, sjávarsalti og svörtum pipar úr kvörn.Kartöflumús200gr möndlukartöflur1 dl mjólk½ dl rjómi50 gr. SmjörSalt Afhýðið kartöflur og sjóðið í mjólk og smá vatni. Sigtið vökvann frá þegar kartöflurnar eru soðnar, afhýðið kartöfluna og merjið í gegnum kartöflupressu eða með gaffli. Hitið rjóma að suðu. Setjið maukuðu kartöflurnar í pott og blandið sjóðandi rjóma og smjöri saman við. Kryddið til með salti. Bakaður hvítlaukur8 stk hvítlauksgeirar2 ½ dl ólífuolía Afhýðið hvítlauk. Hitið ólífuolíu í potti og bætið hvítlauk út í. Sjóðið varlega þar til hvítlaukurinn byrjar að taka lit. Takið af hellunni og látið kólna. Berið nautasteikina fram nautasteikina með brúnuðu kryddsmjöri, kartöflumús og hvítlauki.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 16:41
Bloggfærsla
Verið marg blessuð og sæl.
Í dag ákváðum við hvaða uppskriftir yrðu notaðar í matreiðslukeppninni.
Foréttur : Innbökuð sveppasúpa.
Aðalréttur : Nautafile með kryddsmjöri og kartöflumús.
Eftirréttur : Heit súkkukaðikaka með blautum kjarna.
Eftir að hafa valið þetta vandlega skrifuðum við uppskriftirnar inná tölvuna og er þær geymdar í sérstakri möppu tileinnkaðri matreiðsluverkefninu. Við gerðum einnig innkaupalista og skráðum hráefni sem við þurfum að kaupa, svo fórum við með þennan lista í Bónus og Hagkaup til að fá endanlega verðniðurstöðu. Eftir mikla útrreikninga kom í ljós að hráefnið myndi kosta rúmlega 10.000kr.
kveðja Kolla og matreiðslukapparnir XD
14.5.2008 | 12:34
looking goooood ;:
sælinú massakjeppzar
við erum THE cool team (the matreiðsluhópur)
Gærdagurinn bar margt gott í skauti sér, við höfðum samband við Úlfar Eysteinsson og mæltum okkur mót við hann á þrem frökkum næsta dag (dagurinn í dag). Við hittum Ásdísi og röbbuðum við hana um ýmis mikilvæg málefni.
Í morgun lágu leiðir okkar niður í bæ þar sem hittum Úlfar Eysteinsson á þrem frökkum. Við héldum fund með honum og eftir marga klukkutíma og mikla streytu komumst við að góðri niðurstöðu. Við ætlum að deila þeirri niðurstöðu með ykkur í dag.
Þannig er mál með vexti að í upphafi verður dregið um lið. Kolfinna og Sara verða í sitthvoru liðinu og með sitthvorn vel menntaðann kokkinn í liði. Kokkurinn verður nokkurskonar verkstjóri í liðinu og má ekki stíga fyrir innan eldhúsborðið heldur eingöngu leiðbeina nýliðunum til sigurs.
Hráefnið verður valið vandlega í poka og uppskriftir þar með og vonumst til að fá styrk frá Hagkaup fyrir matarinnkaup. Liðin munu svo koma með sýna eigin útgáfu af réttinum og megi sá besti vinna.
Síðan munu velvaldir dómarar leggja leið sína á þrjá frakka til að dæma kræsingarnar og eitt lið mun standa uppi sem sigurvegari.
Allt þetta verður svo tekið upp vandlega og sýnt á hvíta tjaldinu í Réttarholtsskóla. Vonum eftir góðum undirtektum.
Bestu kveðjur og vonir um mörg comment
-The coolteam