16.5.2008 | 13:09
tönuð uppskrift
Sælir veriði massakjeppzar
Í dag höfum við mikið afrekað, vér höfum skrifað upp uppskriftirnar sem fóru forgörðum í gær vegna tæknilegra erfiðleika. Förum svo á eftir að snakka við Ásdísi um ýmis málefni.
Nautafille með kryddsmjöri og kartöflumús
400gr nautafille1 ½ msk ólífuolía2 stk hvítlauksgeirar2 greinar timjan1 ½ stylkur rósmarín2 msk smjör1 ½ msk maldon salt1 msk svört piparkorn Afhýðið hvítlauk og saxið. Hitið pönnu með olíu og steikið kjötið. Bætið timjani, rósmaríni og hvítlauk á pönnuna. Snúið steikinni við og bætið smjöri á pönnuna. Setjið smjörið yfir steikina með skeið og látið freyða yfir kjötið. Kryddið kjötið með salti og pipari, setjið inn í ofn og eldið við 100°C þar til kjarnhiti nær 50°C Brúnað kryddsmjör200 gr smjör ½ chilli¼ búnt steinselja1 msk ferskt engifer2 stk hvítlauksgeirar1 msk sojasósa1 msk sjerríedikSjávarsalt og pipar úr kvörn Bræðið smjörið í potti við meðalhita. Hrærið í með písk þegar smjörið fer að freyða, takið af hellunni. Smjörið á að gefa frá sé hnetukeim og vera ljósbrúnt að lit. Afhýðið hvítlauk og engifer. Fræhreynsið chilli og skerið fínt ásamt graslauk, steinselju, engifer og hvítlauk. Blandið þessu saman við smjörið og bragðbætið með sojasósu, sjerríediki, sjávarsalti og svörtum pipar úr kvörn.Kartöflumús200gr möndlukartöflur1 dl mjólk½ dl rjómi50 gr. SmjörSalt Afhýðið kartöflur og sjóðið í mjólk og smá vatni. Sigtið vökvann frá þegar kartöflurnar eru soðnar, afhýðið kartöfluna og merjið í gegnum kartöflupressu eða með gaffli. Hitið rjóma að suðu. Setjið maukuðu kartöflurnar í pott og blandið sjóðandi rjóma og smjöri saman við. Kryddið til með salti. Bakaður hvítlaukur8 stk hvítlauksgeirar2 ½ dl ólífuolía Afhýðið hvítlauk. Hitið ólífuolíu í potti og bætið hvítlauk út í. Sjóðið varlega þar til hvítlaukurinn byrjar að taka lit. Takið af hellunni og látið kólna. Berið nautasteikina fram nautasteikina með brúnuðu kryddsmjöri, kartöflumús og hvítlauki.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.